Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

12.09.2010 23:49

Björk

Sigurður Bergþórsson sendi mér þessa mynd af Björk, en myndin er úr safni afa hans Sigurðar F. Þorsteinssonar sem var bróðir Gunnar frá Litlu Hlíð sem báturinn var smíðaður fyrir.   Myndin er tekin á Litlu Hlíðar árum bátsins.  Mig langar til að þakka Sigurði fyrir myndina og set hana hér inn. 


Björk á Litlu Hlíðar árunum.  Mynd úr safni Sigurðar F. Þorsteinssonar.

Björk var smíðuð í Hvallátrum 1936 af Valdimar Ólafssyni bátasmið fyrir Gunnar Þorsteinsson bóndason frá Litlu-Hlíð á Barðaströnd, sem heimilisbátur.
Um 1970 eignaðist Guðbjartur Þórðarson frá Patreksfirðir bátinn.  Næsti eigandi var Aðalsteinn Guðmundsson frá Patreksfirðið sem átti Björkina í smá tíma.
Núverandi eigandi, Eggert Björnsson eignaðist bátinn fyrir um 10 árum síðan.
 
Í upphafi var sett í bátinn 1 cyl. Sleipnir vél og var hún í bátnum til 1970 er hún var tekin úr bátnum.  Margar vélar hafa síðan verið í bátnum en gamli Sleipnirinn var gerður upp.  Þegar Eggert eignaðist Björkina þá setti hann upprunalegu vélina í bátinn aftur og er hún enn í honum og slær ekki feilpúst.
 
Í dag er verið að laga Björkina á Reykhólum.  Eggert talaði um að í raun væri nánast ekkert eftir af upprunalega bátnum nema eitt þverband.


Björk á siglingu í Hafnarsundi, Flatey á bátadögum 03. júlí 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24