Kópur heitir hann. Sigrún Hrönn, tengdamömmusystir, veitti mér eftirfarandi upplýsingar og spurning hvort Sigurþór hafi ekki lagt eitthvað til líka. Alla vegna ætla ég að þakka þeim báðum fyrir upplýsingarnar.
Gísli í Tröð í Eyrarsveit smíðaði Kóp fyrir Níels Breiðfjörð í Sellátrum 1917, eik og fura 0,75 brl. Sama ár fæddist Guðmundur Ó Bæringsson, tengdafaðir Sigrúnar Hrannar, en hann eignaðist síðar bátinn. Bæring Guðmundsson, lærður bátasmiður gerði Kóp upp fyrir nokkrum árum og er eigandi bátsins núna. Vélin í bátnum er 6-8 ha. Albin vél.
Til gamans má geta þess að Kópur hefur fylgt fjölskyldu Guðmundar í gegnum tíðina og var hann mikið notaður við Þorvaldsey á Breiðafirði. Það þótti þægilegt að hafa bátinn við eyjarnar. Dýrðar fley segir Sigrún Hrönn og krökkunum þótti ekki slæmt ef færi gafst og Sigurþór setti upp seglin í góðum byr. Sigrún Hrönn getur þess að þetta sé skipið sem Sigurþór bauð henni í fyrstu dramasjóferðina um Breiðafjörðinn 1967.
Fleiri myndir af bátnum eru í nýju myndaalbúmi sem ég kalla Kópur. Þar setti ég líka myndir sem Sigrún Hrönn sendi mér, vona að hún og þau séu sátt við það.
Kópur. Stykkishólmur 04. ágúst 2010
Lensidælan. Stykkishólmur 04. ágúst 2010