Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.06.2009 10:19

Gísli Magnússon SH 101

Hér er mynd af einum af svokölluðum Landsmiðjubátum frá árinu 1947 en hann er í Flatey á Breiðafirði.  Krakkarnir sem koma reglulega í Flatey kalla þennan bát draugaskipið eða sjóræningjaskipið.  Ég ræddi við Hafstein Guðmundsson bónda í Flatey og sagði hann þennan bát smíðaðan eftir orginal teikningum svonefndra Landsmiðjubáta en þeim hafi síðar verið breytt þannig að þeir hafi verið gerðir grynnri.  Þá sagði Hafsteinn að Konni Júl. hafi átt þennan bát og hafi hann líklega notað hann til að veiða háhyrninga fyrir söfn. Síðast hét þessi bátur Gísli Magnússon SH 101 árið 1972.  Talinn ónýtur og úreltur 13. maí 1976.  Þessi bátur hefur borið eftirfarandi nöfn:  Vörður TH4, Vörður ÞH4, Guðfinnur Guðmundsson VE 445 og Gísli Magnússon SH 101.  


Gísli Magnússon SH 101.  Flatey á Breiðafirði 17. júní 2009


Gísli Magnússon SH 101.  Flatey á Breiðafirði 17. júní 2009


Gísli Magnússon SH 101.  Flatey á Breiðafirði 18. júní 2009


Gísli Magnússon SH 101.  Flatey á Breiðafirði 18. júní 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24