Nafnlaus bátur.
Þann 14.júlí 2020 vorum við hjónin á ferðinni á Vestfjörðum n.t.t. í Trékillisvík. Þá kom ég auga á þennan fallega bát í fjörunni neðan við bæinn Árnes í Árneshreppi. Rætt var við eiganda bátsins.
Núverandi eigandi bátsins er Ingólfur Benediktsson Árnesi 2, Árneshreppi. Hann sagði bátinn hafa verið smíðaðann fyrir föðurbróður sinn einhverntíma á árunum 1944-1947. Báturinn hefur aldrei borið neitt nafn. Ingólfur sagði að báturinn hafi mest verið notaður í dúntekju úti í eyjunum.
Nafnlaus bátur í Trékillisvík, 14.júlí 2020. Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson