Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

18.07.2020 18:11

Helga HU 30

Helga HU-30

Báturinn er smíðaður 1955 af Nóa Kristjánssyni bátasmið á Akureyri, fyrir Ernst Berndsen, Karlskála Skagaströnd og átti hann bátinn þar til að hann lést 83 ára gamall 1083.  Stærð bátsins er 1,50 brl. Fura og eik.  Opinn súðbyrðingur, trilla.  Vél 18 ha. SABB.
Þess má geta að báturinn var sérstakur að því leiti að stefni hans og skutur voru hærri en hefðbundið var hjá Nóa.  Var þessi háttur hafður á að ósk eigandans, Ernst Berndsen.
Samkvæmt skráningu Siglingamálastofnunar var báturinn afskráður 24. nóvember 1986 með þeirri athugasemt að hann hafi ekki verið skoðaður árum saman.
Afskráningu þessa lifði báturinn samt af og er nú, árið 2014, í eigu Hendriks Berndsen og Ernst Berndsen.
Báturinn hefur lítið eða ekkert verið settur á flot eftir lát Ernst Berndsen en það mun standa til bóta.

Athugasemd:
Í heimahöfn mun báturinn oftar en ekki hafa gengið undir nafninu Helga HU-30 en hjá Siglingastofnun er hann skráður Guðrún Helga HU-30 (5905).
Heimild: Adolf H. Berndsen.


Helga við bryggju á Skagaströnd, 11.júlí 2020.  Mynd Rikki R.

Þann 11.júlí 2020 sá ég þennan bát við bryggju á Skragaströnd og ræddi veið einn eiganda hans sem sagði bátinn heita Helga.  Báturinn leit vel út, nýskveraður og flottur.  

Heimild:  Frásögn að ofan af síðu aba.is, http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=73

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24