Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.05.2020 22:00

Freymundur ÓF 6


Freymundur ÓF6, við bryggju á Ólafsfirði, 06.ágúst 2013, mynd RikkiR.

5313  Freymundur ÓF-6.  

Smíðaður á Akureyri árið 1954 af Kristjáni Nóa Kristjánssyni. Fura og eik. Stærð: 3,87 brl.  Afturbyggður súðbyrðingur með kappa.

Upphaflega vélin í bátnum var 16 ha. Lister, sem var í honum fyrstu 12 árin. Næst var sett í bátinn 28 ha. Volvo Penta og var hún í bátnum fram til ársins 1980 en þá var henni skipt út fyrir 22 ha. SABB og er sú vél enn í bátnum árið 2014.
Báturinn var smíðaður fyrir Magnús J. Guðmundsson, Ólafsfirði og syni hans þá Sigurð og Júlíus Magnússyni, Ólafsfirði.
Eftir lát Magnúsar áttu þeir bræður bátinn saman en eftir lát Sigurðar þá hefur Júlíus Magnússon átt bátinn einn og á enn árið 2014, en í gegnum eignarhaldsfélagið Freymund ehf. Ólafsfirði frá árinu 2002.
Bátnum hefur alla tíð verið sérstaklega vel við haldið en aldur hans spannar nú 60 ár.
Árið 1997 var báturinn endurbyggður af skipasmiðunum Gunnlaugi Traustasyni og Sigurði Lárussyni. Endurbyggingin fólst í að sauma bátinn upp og endurnýja á hluta banda og byrðingsborða. Ný skjólborð voru smíðuð á bátinn og hvalbakur lagfærður. 
Freymundur ÓF-6 var afskráður 29. janúar 2014 og er nafn hans og einkennisstafir nú komnir á annan bát.

Eftir afskráningu bátsins þá komst hann undir handarjaðar Helga Jóhannssonar, Ólafsfirði sem hreinsaði bátinn upp og málaði að utan og innan frá kili að masturstoppum.

Báturinn stendur nú sem nýr sé við aðalgötu Ólafsfjarðar vegfarendum til yndisauka

Heimildir aba.is:  Júlíus Magnússon, Ólafsfirði. Gunnlaugur Traustason, Akureyri.



06.ágúst 2013 var ég á ferð á Ólafsfirði og tók myndir af Freymundi við bryggju.

Mínar heimildir:

Íslensk skip, bátar 2, bls. 262, Freymundur ÓF.

Aba.is, http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=73


Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24