Bjarmi EA354 5817 ex Heimir EA701
Stærð: 1,99 brl. Smíðaár 1938. Fura og eik. Opinn
súðbyrðingur. Trilla. Vél óþekkt.
Ekki er vitað með vissu fyrir hvern báturinn var smíðaður en í skrásetningarbók
Eyjafjarðasýslu 9. febrúar 1942 er hann skráður á Þorstein Antonsson Dalvík.
Líkur er á að Þorsteinn hafi látið smíða bátinn því algengt var á þessum árum
að skráning drægist úr hömlu. Sonarsonur Þorstein Antonsson, Þorsteinn
Skaftason, rafvirki, Dalvík, telur sig muna óljóst eftir bátnum og hafi
hann þá verið með bognu stefni.
Árið
1951 endurgerði Benedikt Jónsson bátinn á Dalvík með því að lengja hann og
borðdraga til hækkunar um eitt umfar. Einnig var sett í hann ný vél af gerðinni
SABB 16 ha.
Að
endurgerð Benedikts lokinni fékk báturinn nafnið Bjarmi EA-354 og skráð stærð
hans þá komin í 2,76 brl.
Árið
1953 er eigendur skráðir í gögnum Siglingastofnunar synir Þorsteins Antonssonar
þeir Skafti og Hjalti Þorsteinssynir.
Frá
árinu 1998 er báturinn í gögnum Siglingastofnunar skráður á Þorstein Skaftason,
Dalvík.
Af skipaskrá var báturinn felldur 23. desember 1998
með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið skoðaður árum saman.
Þrátt
fyrir afskráningu þá var bátnum haldið í horfinu en síðustu fjögur árin fyrir
2010 að telja hefur hann ekki stigið dans við Ránardætur.
Árið
2010 var báturinn seldur feðgunum Pétri Sæmundssyni og Pétri Óla Péturssyni
Keflavík sem fluttu hann suður og gerðu upp árið 2012.
Endurgerðin
var fólgin í að sauma bátinn upp og endurnýja allt timburverk sem verulega var
farið að sjá á.
SABB vélin, sem í bátnum hefur verið frá 1951 var gerð upp af Guðna
Ingimundarsyni, á Garðstöðum í Garði.
Gert er ráð fyrir að báturinn verði sjósettur á
vordögum 2013.
Sést
hefur í frásögnum af endurgerð bátsins að hann hafi alla tíð borði nafnið
Bjarmi EA-354 en eins og sjá má hér að ofan er það ekki rétt.
Heimild: aba.is, Íslensk
skip,bátar, bók 1, bls. 96.
Ég tók myndir af bátnum þar sem
hann stóð uppi á landi við Snarfarahöfn.
Árið 2020 er báturinn í Hafnarfjarðarhöfn. Báturinn var auglýstur til sölu á Bátalif.is,
"Nýuppgerður glæsilegur trébátur "Bjarmi" - súðbyrðingur frá Dalvík."
9817 Bjarmi EA 354 ex Heimir EA7041. Mynd: RikkiR 24.08.2019