Ester EA ex Páll Helgi ÍS
Smíðaður í Smíðastöð Jóns Ö. Jónssonar í Reykjavík
1977. Eik og fura. 21 brl. 265 ha. Cummins díesel vél.
Eigandi Guðmundur Rósmundsson, Benedikt
Guðmundsson og Páll Guðmundsson, Bolungarvík og Hólmsteinn Guðmundsson,
Reykjavík, frá 27. júlí 1977. Báturinn
var seldur 28. september 1978 Pétursvör hf, Bíldudal, báturinn hét Hringur BA
165. Seldur 22. febrúar 1980 Hringi sf,
Skagaströnd, báturinn hét Hringur HU 3.
Seldur 19. desember 1983 Rækjuveri hf, Bíldudal, bátuirnn heitir Pétur
Þór BA 44 og er skráður á Bíldudal 1988.
Sá bátinn við bryggju við Slippstöðina á Akureyri
06. ágúst 2016. Í skipaskrá kemur fram
að báturinn heitir Ester EA3 og útgerðin Selló ehf.
Nöfn: Páll Helgi ÍS 142, Hringur BA 165, Hringur
HU 3, Pétur Þór BA 44, Ester EA 3
Upplýsingar
Íslensk skip, bók 2, bls. 88, 1491 Páll Helgi ÍS
142
Ester EA 3 ex Páll Helgi ÍS 142. Akureyri 06. ágúst 2016