Von ÞH 54, 1432
Smíður á Neskaupsstað árið 1975. Stærð 6,98 brl. Fura og eik. Súðbyrðingur. Þilfarsbátur. Vél 42 ha. Marna.
Vél frá 1983 73 ha. GM.
Báturinn var smíðaður fyrir Haraldur Jörgensen, Neskaupstað sem átti hann í þrjú ár frá 03. júlí 1975. en seldi þá til Þórshafnar. Hét Þórey NK 13.
Seldur 8. júní 1977, Jóhanni Guðmundssyni, Þórshöfn. Frá 1978 hét báturinn Þórey ÞH-11, Þórshöfn.
Seldur 14. maí 1982 Guðjóni Jónssyni, Siglufirði.
Seldur 14. maí 1982 Hreiðari Jósteinssyni, Húsavík, hét hann Vilborg ÞH-11, Húsavík.
Árið 1983 var sett í bátinn 73. Ha. GM vél.
Seldur 15. apríl 1991 Sigurðir Kristjánssyni, Húsavík.
Báturinn heitir Von ÞH-54.
Upplýsingar:
Aba.is, http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=400
Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar, http://skipamyndir.123.is/page/2067/