Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

17.07.2016 09:26

6677 Petrea EA 24 ex Ingeborg SI 60

6677 Ingeborg EA 24 ex SI 60

Smíðaður á Siglufirði 1985.  Eik og fura.  4.66 brl. ( á öðrum stað er hann sagður vera 5,6 brl.)  52 ha. Mitsubishi vél.  Frambyggður opinn súðbyrðingur.

Bátinn smíðuðu þeir feðgar Jóni G. Björnssyni og Birni Jónssyni til eigin nota í svonefndum Ísfirðingabrakka á Siglufirði og áttu bátinn til ársins 2005, en þá er hann skráður á félagið Björn Jónsson ehf.

Eigandi Jón G. Björnsson og Björn Jónsson Siglufirði frá 27. ágúst 1985.  Báturinn er skráður á Siglufirði 1997.

Frá 2008 er báturinn skráður á Björn Má Björnsson og Lárus Hinriksson og var heimahöfnin Sandgerðisbót á Akureyri.

Frá árinu 2009 er Mummi ehf. Dalvík skráður eigandi bátsins sem hélt nafni sínu og einkennisstöfum allt fram á árið 2012 en þá fékk hann einkennisstafina EA-24 og eru þetta sömu einkennisstafir og aflaskipið Loftur Baldvinsson bar á sínum tíma.

Árið 2013 hét báturinn Ingeborg EA-24 með heimahöfn á Dalvík.
Árið 2014 keypti Gunnar Anton Jóhannsson bátinn ásamt sonum sínum hvers nöfn eru Gunnar Anton Njáll og Guðni Már. 
Hjá þeim feðgum fékk báturinn nafnið Petrea EA-24 og á hann sína heimahöfn á Hauganesi. 

Heimild. Björn Jónsson, Siglufirði. Siglingastofnun. Gunnar Anton Jóhannsson, Hauganesi.

Önnur nöfn: Ingeborg SI 60, Ingeborg Ea 24, Petrea EA 24.


Upplýsingar:  Íslensk skip, bátar.  Bók 3, bls. 196, Ingeborg SI 60.

Skipamyndir. http://skipamyndir.123.is/blog/yearmonth/2015/07/2/

aba.is.  http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=214

Petrea EA 24 í Dalvíkurhöfn 06. ágúst 2013 

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24