Þessi til vinstri, fremst á myndinni heitir 1430 Seaflower og eigandi hans er Þorvaldur Jón Ottósson. Skipt var um stefnið á honum fyrir nokkrum árum síðan, að mig minnir og báturinn hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn nokkuð lengi. Nú sá ég að það var eitthvað verið að dunda í honum. Hitti Þorvald Jón á bryggjunni 10.04.2016 og spurði hann um bátinn. Þorvaldur kvaðst vera að gera bátinn upp núna og myndi fara með bátinn upp á Akranes vonandi innan mánaðar til að skvera hann. Þorvaldur er búinn að taka hluta af borðstokknum bakborðsmegin, held að það sjáist á myndinni, til að skipa um. Þá sagði hann að það kæmi krómað rekkverk ofan á borðstokkinn. Næsta hjá honum er að redda stefninu, er að láta saga það til fyrir sig. Þorvaldur kvaðst búinn að koma vélinni í gang og kvaðst setja hana í gang núna reglulega, ætlar að gera það aftur seinna í dag. Þorvaldur kvaðst ætla að stefna að því að nota þennan bát í hvalaskoðun og stangveiði, eitthvað í þeim dúr.
Nafn bátsins, Seaflower er tilkomið vegna þessa að Þorvaldur var á stórum togara sem hét Seaflower og fyrirtækið sem átti þann togara hét líka Seaflower.
Seaflower fremst til vinstri á myndinni. Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016.
Þorvaldur Jón Ottósson á tali, 03. apríl 2016
Þorvaldur Jón Ottósson, Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016