6926 Leifur EA ex Jóhanna BA 152
Báturinn er smíðaður í Bátalóni, Hafnarfirði árið 1949. Eik og fura. 1,92 brl. 24 ha. Bukh vél.
Eigandi Torfi Steinsson, Stóra-Krossholti, Barðastrandarhreppi, frá 7. maí 1986 þegar báturinn var fyrst skráður. Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma.
Seldur 23. apríl 1990 Gunnari Guðmundssyni Skjaldvararfossi, Barðastrandarsýslu. Bátuirnn heitir Fönix BA 70 og er skráður á Barðaströnd 1997. Á ljósmynd í Íslensk skip, bátar hefur báturinn verið afturbyggður. Þá kemur jafnframt fram að vélin sem er í bátnum er Bukh árgeð 1986. Reikna má því með að báturinn hafi verið með aðra vél nú eða vélarlaus.
Í skipaskrá á Sax.is er báturinn skráður sem Gumbur GK 882 með heimahöfn í Vogum, eigandi Gunnar Guðmundsson. Bátnum breytt í skemmtibát árið 2002.
Á vef Fiskifrétta, skipaskránni kemur fram að núverandi eigandi heitir Kristján Guðmundur Sveinsson og báturinn heitir Leifur EA, með heimahöfn á Hjalteyri.
Nöfn: Jóhanna BA, Fönix BA, Gumbur GK og Leifur EA.
Þann 6. ágúst 2013 var ég á ferð á Hjalteyri og tók þessa mynd.
Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, bók nr. 1, bls. 62, Jóhanna BA 152.
Sax.is - skipaskrá
Fiskifréttir.is - skipaskrá
Leifur EA við bryggju á Hjalteyri við Eyjafjörð, 06. ágúst 2014