Ég talaði um að hér í Hafnarfirðinum væri talsvert um að krakkar væru að stökkva í sjóinn þessa dagana. Ég kíkti á bryggjuna í dag eftir vinnu og tók nokkrar myndir. Krakkarnir skemmta sér mjög vel við þennan leik sinn. Þó ég sæi tvær stúlkur meiddar, með smá skurði á hendi eða fæti þá skipti það ekki máli. Hér eru þrjár myndir.
Þessum þótti vissara að hafa leikfangabíl með sér en kastaði honum svo frá sér á miðri leið niður.
Einn á leiðinni niður þegar annar er á leiðinni að landi.
Einn hálfur í sjónum og annar nánast kominn uppúr.