Þetta er orðin nokkuð algeng sjón við höfnina í Hafnarfirði þessa dagana. En krakkarnir eru að skora hvert á annað að stökkva í sjóinn af bryggjunni. Þetta gera þau ýmist við höfnina sjálfa eða við Norðurgarðinn. Mjög gaman hef ég heyrt en ég ætla ekki að stökkva né skora á einhvern.
Við Hafnarfjarðarhöfn 18. maí 2014