Tók myndir af þessum bát þann 13.04.2013 rétt hjá Sandgerði, við hús sem heitir Fjöruvík. Þarna er nokkurskonar safn og ýmsir mundir þarna í kring. Ég hef engar upplýsingar um þennan bát og þætti vænt um að ef einhver þarna úti veit eitthvað um bátinn að koma þeim upplýsingum á framfæri.
04. janúar 2015 bárust mér þær upplýsingar að báturinn heitir Lukkugefinn. Við nánari skoðun fann ég grein á netinu þar sem segir m.a. að Guðmundur Sigurbergsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir séu eigendur Fuglakots. Þau hafi eignast það fyrir þremur árum, en greinin er síðan 2001 sem myndi líklega benda á árið 1998-1999 sem þau eignuðust Fjörukot. Í greininni kemur jafnframt fram að þar standi nú sexæringurinn Lukkugefinn í nausti. Hann sé yfir 100 ára og var gerður út frá söndunum við Sandgerði. Segir að Guðmundur hafi í huga að taka bátinn inn á verkstæði og koma honum í upprunalega mynd. Þá kemur frama ð Guðmundur hafi einnig fengið annan bát, Breiðfirðin að gerð sem sé inni í nausti ásamt spilbúnaði eins og þeim hafi verið komið þar fyrir eftir síðustu vertíð.
Meira síðar...................
Lukkigefinn við Fjöruvík, Sandgerði 13. apríl 2013