Ég hef fylgst með þessari tunnu nokkuð lengi. Tók mynd af henni fyrst 2011 og hugsaði með mér að ef hún yrði þarna áfram gæti verið gaman að fylgjast með hvað það tæki langan tíma að tunnan ryðgaði niður. Ég hef tekið þrjár myndir af tunnunni og eins og sjá má þá hefur tíminn ekki unnið með henni. Á þessum stað gætir flóðs og fjöru og því liggur tunnan stundum í sjó og þá er tunnan greinilega eitthvað á ferðinni.. Myndirnar segja sína sögu.
Myndin er tekin 15. júní 2011
Myndin er tekin 18. apríl 2013
Myndin er tekin 15. janúar 2014