Á ferðum mínum um Hlíðsnesið í sumar hef ég séð nokkra hesta þar í túni með folöld. Mig langaði að ná mynd af folaldi fá sér sopa af mjólk en það gekk illa því þegar stoppað var þá labbaði móðirin af stað og folaldið á eftir. Einu sinni náði ég þó að smella af og þetta er afraksturinn.
Folald og móðir. Hlíðsnes 28. júlí 2013