Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.09.2013 15:17

Ólafur Bjarnason

Ólafur Bjarnason, Gesthúsum, Álftanesi

Í júní 2011 var á að mynda báta sem Einar Ólafsson Gesthúsum, Álftanesi á.  Ég fékk þá að kíkja inn í skemmu hjá honum og þar var þessi glæsilega trilla.  Ég komast eiginlega ekkert að henni en fékk að vita að þessi bátur væri settur út á sumrin.  Ég var því ekkert að stressa mig en núna í júní 2013 sá ég bátinn úti, nýmálaðann.  Auðvitað var hann festur á kubbinn.

Ég talaði við Einar og fékk eftirfarandi upplýsingar.
Ólafur Bjarnason var smíðaður árið 1957 af Ingimundi Guðmundssyni á Bjargi eins og hann var kallaður en hann bjó á Litlabæ á Vatnsleysuströnd.  Einar hafði talað við Ingimund 30. desember 1956 og beðið Ingimund um að smíða bát fyrir sig.  Um miðjan mars 1957 var báturinn kominn heim á hlað hjá Einari.  Einar kvaðst muna að hann fór á sjó þann 17. mars 1957 og lagði grásleppunet og kvaðst hafa fengið 57 rauðmaga (held að ég hafi náð því rétt).  Einar sagði að þetta hafi líklega verið næstsíðasti báturinn sem Ingimundur smíðaði, hann hafi verið um 80 ára þegar þetta var og hann var með annan bát inni hjá sér á þessum tíma.
Báturinn lítur eins út og í upphafi.  Ólafur Einarsson,sonur Einars, hefur séð um að halda bátnum við.

Ekki er að sjá annað en það hafi tekist vel að halda bátnum til haga og nú síðast í sumar þá var róið á bátnum til fiskjar.  Báturinn er því enn í fullu fjöri og að sögn Einars mjög góður sjóbátur.


Ólafur Bjarnason, Álftanesi, 02. júní 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24