6623 Kiðey SH 230
Báturinn smíðaður (skrokkurinn) í Bátalóni í Hafnarfirði 1984 en yfirbygging og frágangur var kláraður í Stykkishólmi sama ár af Kristjáni Sigurðssyni bátasmið (Stjáni slipp) fyrir Bjarnar Garðarsson útgerðarmann en hann bjó í Stykkishólmi þá. Eik og fura. 4,94 brl. 54 ha. Status Marine vél.
Eigandi frá 18. mars 1985 var Bjarni Garðarsson, Stykkishólmi. Bjarni seldi bátinn 25. maí 1988 Haraldi H. Sigurðssyni, Hornafirði, hét Heimir SF 23. Seldur 7. desember 1990 Hafsteini Esjari Stefánssyni, Hornafirði. Seldur 15. des. 1990 Birni Björnssyni, Reykjavík, sama nafn og númer. Seldur til Noregs og tekinn af skrá 22. apríl 1991.
Kiðey var gerð út á grásleppu frá Stykkishólmi 2 sumur 1984 og 1985 en um mitt sumar flutti Bjarni aftur til Hornafjarðar með fjölskylduna á sínar heimaslóðir og tók bátinn með. hann sigldi honum frá Stykkishólmi til Reykjavíkur í skip og gerði hann út í 2-3 ár frá Höfn þar til hann fékk nýja Kiðey 10 tonna plastbát. Bjarni seldi svo frænda mínum sem bjó á Hornafirði, Haraldi Heimi Sigurðssyni frá Staðarfelli í Dölum þenna og hann fékk nafnið Heimir SF 23. Haraldur gerði hann út í nokkur ár en úrelti hann svo og seldi úr landi en hann fór nú ekki lengra en í portið þar sem hann er að grotna niður en þetta er ekki nema innan við 30 ára gamall skrokkur.
Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, bók 3, bls. 158, Kiðey SH 230
Sigurbrandur Jakobsson, tölvupóstur.
6623 Kiðey SH 230, Reykjavík 23 apríl 2013
23. apríl 2013 komst ég inn í port sem er úti á Granda. Þar innan girðingar voru nokkrir bátar og þar á meðal þessi bátur sem ég fann ekkert um. Sigurbrandur Jakobsson sendi mér svo upplýsingar um bátinn. Nú er það spurning með svona báta, geyma þá eða eyða þeim. Hvort heldur sem er í þessu tilfelli, þá er báturinn ónýtur sýnist mér og því ástæðulaust að geyma hann. Það er synd að þurfa að horfa uppá bátinn grotna niður og því betra að farga honum held ég.