Við hlið Jaka stóð bátur sem heitir Félaginn. Mér datt strax í hug eitthvað sem tengdist Raufarhöfn en ég get ekki séð það í fljótu bragði, nema þá nafnið. En án alls gríns þá eru hér upplýsingar um bátinn sem finna má í Íslensk skip, bátar, bls. 107 Félaginn.
6543 Félaginn EA 391
Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1965. Eik og fura. 2,68 brl. 16 ha. SABB vél. Eigandi Jóhannes H. Jóhannesson Akureyri frá 09. maí 1984. Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma.
Seldur 15. júní 1988 Sigurði Sigurðssyni Akureyri, sama nafn og númer. Báturinn skráður á Akureyri 1997.
Upplýsingar: Íslensk skip, bátar.
Félaginn, Blönlduós 07. ágúst 2013
Þann 07. ágúst 2013 myndaði ég bátinn á Blönduósi.