Kópur AK 46
Báturinn er smíðaður í Hafnarfirði 1950, 1,46 brl. og sett í hann 12 ha. Volvo Penta vél. Líkast til í Bátalóni í Hafnarfirði. Gerður út frá Hafnarfirði fyrstu árin og gæti hafa borið nafið Teista þar.
Eigandasaga: Zophonías Ásgeirsson Hafnarfirði 1977, ekki getið um eigendur fyrir þann tíma. Seldur Birni Björnssyni 4. maí 1981, seldur 12. júní. 1986 Guðna Einarssyni, seldur 15. mars 1991 Sigurgeiri Guðmundssyni, allir eigendur í Hafnarfirði. Báturinn tekinn af skrá 8. júlí 1996.
Þessar upplýsingar eru fengnar úr bókunum Íslensk skip.
Þar kemur jafnframt fram: Teista HF 24, skipaskrárnr. 5926.
Eða eins og Karl Benediktsson skrifaði: Mig grunar að báturinn hafi verið smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði upp úr 1970. Hann hafi verið gerður út þaðan fyrstu árin og hafi þá borið nafnið Teista. Þetta sögðu mér tveir menn sem ég rakst einhvern tímann á þar sem þeir voru að dytta að samskonar bát við Hafnarfjarðarhöfn. Ég lýsti mínum fyrir þeim og þeir þóttust kannast við hann. Hef ekki fengið þetta staðfest. Og annar mannanna ("Helgi bátasmiður") taldi sig meira að segja hafa breytt skutnum á sínum tíma.
Þann 08. janúar 2012 hitti ég Eyjólf Einarsson bátasmið og sýndi honum mynd af Kóp AK. Hann kvaðst kannast við bátinn. Kópur hafi verið smíðarðu í Blikalóni. Ég kvaðst hafa grun um að hann hafi eitthvað komið nálægt þessum báti. Jú, ekki gat hann neitaði því. Hann hafi einu sinni sett á bátinn stýrishús og þá hafi hann stytt bátinn að aftan. Það hafi þurft að stytta hann um ein 6 fet.
Báturinn var á Akranesi í nokkur ár og einn af eigendum bátsins var Bjarni Guðmundsson heitinn (betur þekktur sem Bjarni stopp).
Í dag er Karl Benediktsson og Þorgeir Sigurðsson eigendur Kóps. Þeir keyptu bátinn árið 2004 af manni á Akranesi, nafn hans ekki vitað enn sem komið er. Sá hafði keypt bátinn af einhverjum gömlum trillukarli á Akranesi (líklega Bjarna stopp, innskot RR). Þegar Karl og Þorgeir kaupa bátinn var hann frekar illa farinn, plittar allir ónýtir t.d. Þeir skipta um nokkur bönd og smíðuðu nýja plitta og borðstokka. Báturinn hafði áður verið notaður við grásleppuveiðar og fjarlægðu Karl og Þorgeir glussadælu fyrir spil. Báturinn er að öðru leiti eins og þegar þeir keyptu bátinn.
Báturinn er stífður að aftan og hafði það verið gert áður en Karl og Þorgeir eignuðust bátinn. Karl segir að vélin í bátnum sé Volvo Penta MD7A, 2 cyl., 13 hestöfl. Karl telur hana vera upprunalegu vélina og hún gangi eins og klukka.
Karl Benediktsson annar núverandi eiganda og Einar G. hafnarvörður á Akranesi hafa hjálpað mér mikið.
Nýjum upplýsingum bætt við, þökk sé Hjalta Hafþórssyni. Kemur smátt og smátt og verður svo vonandi heil saga þegar upp er staðið. Á meðan held ég inni því sem komið er.
Kópur AK 46 siglir framhjá Sundahöfn, 19.09.2010
12. ágúst 2013 var ég á ferð á Eyrarbakka og þar rak ég augun í Kóp AK. Búið er að skafa af honum alla málningu og tjarga yfir naglahausa. Þá er búið að taka utan af stýrishúsinu að hluta og greinilegt að einhver er að vinna við að gera bátinn upp.
Fyrir þó nokkru síðan hafði ég heyrt að Kópur væri til sölu en það þyrfti að skipta um hluta af kilinum því hann væri brotinn. Veit ekki hvað er til í þessu? Vona bara að núverandi eigandi komi bátnum aftur á sjó. Reyni að fylgjast með. Fleiri myndir í albúminu.
Eins og fram hefur komið var þessi smíðaður í Bátalóni en Eyjólfur Einarsson smíðaði síðar á hann hús og stytti hann um 6 fet.
Kópur AK 46