Ég var í Flatey á Breiðafirði frá 11.-19. júlí s.l. Mér hafði boðist að setja upp ljósmyndasýningu sem ég gerði. Myndirnar voru komnar upp 12. júlí fyrir seinni ferðina.
Myndirnar komnar upp, hér sést hluti þeirra ásamt einhverjum
Eftir að myndirnar voru konar upp vildu þeir sem tengjast mér og Lísa í Bryggjubúðinni hafa sérstaka opnun. Þau ákváðu það með mínu leyfi að sjálfsögðu að það yrði kl. 15:00 laugardaginn 13. júlí.
Þessi sáu um að opna sýninguna.
Talsvert var um gesti á opnuninni.
Kristjana Stefánsdóttir var að hjálpa til í Bryggjubúðinni og bauðst til að syngja eitthvað við opnunina þann 13. júlí. Seinna þann dag voru svo tónleikar með Húna II á bryggjunni. Kristjana kallaði á Jónas Sig. og Ómar Guðjóns. til að spyla með sér. Þetta var frekar óvænt uppákoma og alveg frábær skemmtun. Ég þakka þeim þremur fyrir að gera þessa stund ógleymanlega.

Ég held að gestum hafi líkað sýningin ágætlega. Fékk eina athugasemd frá Jóhanni Óla Hilmarssyni, myndirnar eru of ódýrar. En svona fór það, þegar ég yfirgaf Flatey 19. júlí hafði ég selt samtals 11 myndir. Það var meira en ég átti von á og alla vegna þá er kostnaði náð svo ég tapa ekki á þessu. Ellefu myndir hanga ennþá uppi í Bryggjubúðinni og verða þar eitthvað áfram. Ef þið eigið leið um Flatey á Breiðafirði, endilega kíkið á myndirnar.
Ég þakka kærlega fyrir mig. Sérstaklega vil ég þakka Lísu Kristjánsdóttur fyrir hennar þátt, Kristjönu Stefánsdóttur fyrir hennar þátt og fyrir að hafa dregið þá Jónas Sig. og Ómar Guðjóns inní opnunaratriðið og gert það ógleymanlegt. Þá vil ég þakka Elfu Dögg, Elínu Hönnu, Steinþóri og öllum þeim sem aðstoðuðu mig við þetta.
Myndirnar voru allar framkallaðar í Framköllunarþjónustunni í Borgarnesi hjá honum Svani. Mjög góð vinna, frábær þjónusta og mjög góð gæði á myndunum hjá honum. Svanur fær sérstakar þakkir.