Ég hef haft gaman af fuglum frá unga aldri. Hins vegar fór ég ekki að mynda fugla fyrr en eftir 1981 en þá tók ég mína fyrstu fuglamynd ef svo má segja. Síðan drógu vinir mínir mig með í fuglaskoðunarferðir til að mynda það sem fyrir augu bar og þá sérstaklega flækingsfugla. Þetta breyttist svo í að verað mikil árátta og á tímabili myndaði ég ekkert annað en fugla. Það hefur breyst hjá mér og nú mynda ég allt. Ég mynda þó alltaf fugla og finnst mér það skemmtilegast af öllu, að reyna að ná góðum myndum getur verið erfitt en um leið krefjandi. Svo er maður stundum heppinn og fuglarnir nánast stylla sér upp fyrir mann.
Maríuerla baðar sig á Hlíðsnesvegi 24. maí 2013
Rauðhöfðaönd við Kasthúsatjörn 24. maí 2013