Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.04.2013 20:00

Logi GK ex Bjarmi ÞH

330 Logi GK 121 ex Bjarmi TH 277

Báturinn sem hér um ræðir var smíðaður á Akureyri fyrir Hermann Jónsson og syni hans Ragnar og Jón. Báturinn hét Bjarmi TH 277 með heimahöfn í Flatey á Skjálfanda. Bjarmi sem síðar varð ÞH 277 var 6 brl. að stærð og smíðaður hjá Nóa Kristjánssyni bátasmið á Akureyri 1958.  Báturinn var dekkaður 1960.

Sumarið 1978 kaupa Ásgeir Þórðarson og Örn Arngrímsson bátinn og eiga hann til haustsins 1980. 

Þeir selja bátinn vestur á Patreksfjörð þar sem hann heldur nafninu en verður BA 277. Kaupendur voru Ólafur Bjarnason og Stefán Skarphéðinsson.

Í ársbyrjun 1985 selja þeir bátinn Gunnlaugi I. Sveinbjörnssyni í Sandgerði og fær hann þá nafnið Logi og er GK 121. Endurbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1985.

Úreltur 3. maí 1993 og stóð upp við Landakot í Sandgerði til ársins 1994 að hann var fluttur að bænum Sandgerði við Sandgerðistjörn og um 2003 var hann fluttur á autt svæði neðan við Fræðasetrið í Sandgerði og var þar þangað til í mars 2013 að hann var fluttur nálægt Nýlendu á Hvalsnesi og er hann nú staðsettur stuttu frá sjávarkambinum.

13. apríl 2013 átti ég leið um Hvalsnesið og rak augun í Loga.  Ég smellti nokkrum myndum af honum í blíðskaparveðri.  Mér sýndist að búið væri að finna bátnum varanlegan stað þarna því grafin hafði verið  "gröf" sem hann hafði verið settur ofan í.  Eftir er að setja að bátnum og rétta hann við.  Eða eigum við að segja "Það er búið að landa Loga".

Fyrri nöfn: Bjarmi TH 277, Bjarmi ÞH 277, Bjarmi BA 277, Logi GK 121.


Mér láðist að setja inn hvaðan ég hafði upplýsnigarnar en þær eru fengnar af heimasíðum Emils Páls og Hafþórs Hreiðarssonar.


330 Logi GK 121 á Hvalnesi, 13. apríl 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24