Þessa spurningu fékk ég því talsvert er síðan ég hef sett inn færslu. Svarið við þessari spurningu er, nei, hún er ekki rafmagnslaus. Ég hef lítið verið á ferðinni en hef þó fylgst aðeins með endurbótum á Hafrúnu KE, Kára Skáleyjum, Ingimundarbátnum svokallaða og er einnig farinn að fylgjast með endurbótum á Hafdísi frá Reykhólum. Myndir bætast inní albúm og svo smá færslur einnig. Ég set samt ekki færslurnar fremst í bloggið.
Set þennan morgunhana hér sem tákn um að ég eigi að vakna og fara út að taka myndir. Vonandi galar hann nógu hátt.
Vaknaðu góði, út að mynda!