Hafdís BA
Smíðaður af Aðasteini Valdimarssyni á Reykhólum 1963. Eik og fura. 1,5 brl. 20. ha. W.M. vél (frá 1986). Opinn súðbyrðingur. Í bókinni Íslensk skip, bátar er mynd af Hafdísi BA, á siglingu.
Eigandi Jón Atli Játvarðsson, Miðjanesi, Reykjólasvein, sem átti bátinn frá 1969. 1993 var sett í hann 50. ha. Peugeot vél. Báturinn er til 1996.
Árið 2010 var ég staddur í Flatey þegar sigling gamalla báta, Bátadagar 2010, fór fram. Þarna komu nokkrir bátar og m.a. Hafdís. Þá var eigandi hennar Aðalsteinn Valdimarsson. Aðalsteinn mun hafa skipt um fimm neðstu umförin. Þá hefur Aðalsteinn líklega smíðað húsið á bátinn, hvenær veit ég ekki.
12. janúar 2013 sá ég bátinn inni á smíðaverkstæði hjá Birni Björgvinssyni smið. Björn kvaðst vera eigandi bátsins í dag hafi keypt hann af Aðalsteini. Búið var að fjarlægja húsið af bátnum og spurði ég Björn hvað væri. Björn kvaðst vilja stækka húsið, hækka bátinn um eitt umfar að framan. Skrokkurinn væri í góðu lagi og þyrfti ekkert að gera fyrir hann. Nú er spurning um að fylgjast með þessum breytingum á Hafdísi.
Hafdís við Flatey á Breiðafirði 03. júlí 2010
02. febrúar 2013
Kíkti á Björn og Hafdísi. Björn er búinn að hækka um eitt umfar að fram og vinnur í lúkarnum. Þá var hann búinn að hækka framstefnið og mér skilst að hann eigi eftir að hækka afturstefnið aðeins líka. Endanleg útfærsla á nýtt stýrishús er ekki tilbúin. Gamla húsið var utan við verkstæðið og sagði Björn að ef einhver vantaði hús þá gæti sá hinn sami haft samband við hann og ræða málin. Fleiri myndir í albúmi.
Búið að hækka stefnið og hækka um eitt umfar. 02. febrúar 2013
Unnið í lúkar og borðstokkum. 02. febrúar 2013
Húsið af Hafdísi. 02. febrúar 2013
18. maí 2013
Kíkti á Björn og Hafdísi. Nú er komin smá mynd á hvernig húsið á bátnum mun líta út. Húsið verður talsvert lengra en gamla húsið, það verðar þrír gluggar á hliðinni og þrír að framan. Þá eru komin tvö kíraugu til að hleypta birtu inn í lúkarinn. Þó mynd sé að koma á stýrishúsið er annað á teikniborðinu og í skoðun t.d. rekkverkið að aftan. Björn kvaðst ekki vita hvort hann smíðaði það sjálfur, en hann hefur slegið upp sýnishorni svona rétt til að sjá hvernig það komi til með að líta út, hæð og fleira. Rekkverkið er á teikniborðinu. Þá eru enn mörg kannski ennþá.
Ég reyndi að fá Björn til að segja mér hvort báturinn myndi halda nafninu? Björn sagðist ekki búin að taka ákvörðun um það. Varðandi skráningu kvaðst hann líklega skrá bátinn en hann ætti eftir að taka endanlega ákvörðun um hvar hann myndi þá skrá bátinn, Stykkishólmur kæmi til greina en það væri ekki búið að ákveða það ennþá. Fleiri myndir í albúmi, smellið á myndina hér fyrir neðan.
Það er að koma mynd á útlit bátsins. Hafnarfjörður 18. maí 2013
Hér má sjá hvernig línan framan á stýrishúsinu lítur út. Hafnarfjörður 18. maí 2013
Mahogny aftur við skut. Hafnarfjörður 18. maí 2013
21. janúar 2014
Eftir langan tíma þá leit ég inn hjá Birni til að sjá hvernig honum gengi með endurbætur á Hafdísinni. Talsvert hefur gerst í breytingum og endurbótum og ekki annað að sjá en að þetta sé allt á réttri leið. Mynd er að koma á útlit stýrishússins en látum myndirnar tala.
Stýrishúsið að taka á sig mynd. 21. janúar 2014
Spurning hvort báturinn fær nafnið Krían eða eitthvað í þeim dúr. 21. janúar 2014
Stjórntækin í brúnni. 21. janúar 2014