Eins og fram hefur komið þá var ég í Flatey á Breiðafirði um áramótin og í brjálaða veðrinu sem gerði 29. des. 2012. Litlar skemmdir urðu í eyjunni en þó smá. Ég hef þegar sett inn mynd af mastrinu sem seig niður en brotnaði ekki sem betur fer. Ég hef hins vegar ekki sett inn myndir af fjárbátnum hans Hafsteins bónda sem slitnaði af legunni og rak upp í Hafnarey og skorðaðist þar. Við skoðun á myndum má sjá að það eru einhverjar skemmdir á bátnum. Hér koma tvær myndir fyrir ykkur.
Hafnarey, örin vísar á bátinn, 30. desember 2012
Fjárbáturinn hans Hafsteins, 30. desember 2012