5433 Sólartindur RE 61
Smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði
1958. Eik og fura. 4,5 brl. 32 ha. Lister vél.
Báturinn er 10. Happdrættisbáturinn
frá DAS. Hann var dreginn út 3. mars
1958 og kom á miða nr. 55571 í eigu Kjartans Guðmundssonar, Ströndum, sem
jafnframt er þá fyrsti eigandi bátsins.
Þegar báturinn er fyrst skráður er
eigandi bátsins Benjamín Sigurðsson, Reykjavík, frá 17. apríl 1968. Ekki er getið um eigendur fyrir þann
tíma. Benjamín selur bátinn 15. október
1974 Guðmundi Hólm Sigurðssyni, Þórshöfn, hét Sólartindur ÞH 11. Seldur 18. júlí 1976 Jóhanni Guðmundssyni,
Þórhsöfn. Seldur 13. desember 1976
Guðmundi L. Guðmundssyni, Bala, Miðneshreppi, heitir Sólartindur GK 382. Seldur 28. september 1984 Jóhannesi Daða
Halldórssyni og Haraldi Hinrikssyni, Keflavík, sama nafn og númer. Báturinn er skráður í Sandgerði 1997.
Ofangreindar upplýsingar eru fengnar í
Íslansk skip, bátar en í yfirliti í þeirri bók koma fram tvær skráningar í
viðbót við þessar þ.e. Sólartindur KE 18 og Sólartindur GK 382 aftur.
Í skipaalmanaki á veraldarvefnum má
finna að Sólartindur er afskráður að beiðni eiganda 25. mars 2003.
Heimildir:
Íslensk skip, bátar.
Tímarit.is
Hér er mynd sem er í eigu Kristjáns
Kristjánssonar og er á síðu Markúsar Karls Valssonar http://krusi.123.is/blog/2011/10/20/547594/ en myndin var sett inn á síðuna
20.10.2011.
Þessa mynd fann ég á heimasíður
Arnbjörns Eiríkssonar sem tekin var 1990 http://stafnes.123.is/blog/2010/01/31/430854/
Á þessum myndum sem ég fann á
heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar http://thorgeirbald.123.is/blog/2009/07/28/391008/ og teknar voru af Emil Páli sést
Sólartindur. Svona leit hann út í júlí
2009 en búið er að rífa hann mikið, setja á hann annað stýrishús og breyta á
ýmsa vegu. Hvað verður svo um bátinn?
Meira síðar........................