Keilistindur
Smíðaður í
Bátalóni í Hafnarfirði 1957. Eik og
fura. Um 4,5 brl. 18 ha. Lister vél.
Keilistindur
er níundi happdrættisbáturinn og var dregin út á miða nr. 52311 sem var óseldur
miði og rennur því báturinn aftur til happdrættisins.
Samkvæmt upplýsingum
sem ég fékk frá DAS þá rann báturinn til Bátalóns aftur. Hvað varð um hann eftir þetta er ekki gott að
segja. Upplýsinga verður leitað áfram.
Mér dettur
helst í hug að báturinn hafi fengið annað nafn og skráður sem slíkur. Þá er ég að leita að bát sem var smíðaður í
Hafnarfirði 1958 og hefur þetta DAS útlit......................einhver?
Meira
síðar...................