Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.12.2012 21:15

Klukkutindur var síðastur

5925 Klukkutindur RE 211

Smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði 1958.  Eik og fura.  4,63 brl. 48 ha. sagður með Torneycroft vél en allar vélar sem settar voru í upphafi voru Lister díesel vélar og líklegt að skipt hafi verið um vél.  
Sá ellefti og síðasti af svokölluðu DAS bátum.  Hét upphaflega Klukkutindur RE 211, 5925.
Klukkutindur var dreginn út hjá happdrættinu þann 03. maí 1958 og kom á miða nr. 19420, eigandi miðans var 17 ára stúlka, Hulda Kristinsdóttir, Reykjavík sem þá var jafnframt fyrsti eigandi bátsins.



Hulda Kristinsdóttir við stýrið.  Mynd úr afmælisriti DAS.


Hulda Kristinsdóttir um borð í Klukkutindi.  Mynd úr safni DAS.

Eiganda er ekki getið fyrr en 1962 en báturinn mun hafa verið skráður í Reykjavík.  Seldur 31. október 1962 Sigurði Runólfssyni, Hlíð, Hellissandi, hét Klukkutindur SH 102.  Seldur 28. nóvember 1994 Krossi hf, Stöðvarfirði.  Báturinn heitir Klukkutindur SU 102 og er skráður á Stöðvarfirði 1997.

Eftirfarandi auglýsing var birt í Tímanum, laugardaginn 26. maí 1962.



31. október 1962 er báturinn seldur Sigurði Runólfssyni, Hlíð, Hellissandi, hét Klukkutindur SH 102.  Seldur 28. nóvember 1994 Krossi hf., Stöðvarfirði.  Báturinn heitir Klukkutindur SU 102 og er skráður á Stöðvarfirði 1997.


Morgunblaðið 22. ágúst 1997 um Klukkutind en þar er sagt að hann fari á safn. 

Klukkutindur fer á safn


Ólafsvík - Í sumar var trébáturinn Klukkutindur staðsettur í sjómannagarðinum á Hellissandi, en þar er Sjóminjasafn Hellissands. Sjómannadagsráð Hellisands hefur veg og vanda af safninu og er með einn starfsmann á sumrin sem sér um að upplýsa ferðamenn.

Klukkutindur er einn af happdrættisbátum DAS, smíðaður árið 1958 og var hann dreginn út í happdrættinu það sama ár. Eftir því sem næst verður komist var það kona sem var svo heppin að fá bátinn. Báturinn var talinn mikil happafleyta en hann er síðasti báturinn sem reri frá Krossavík við Hellissand en Krossavík var lokað 1989. Þá gerði Sigurður Runólfsson frá Hellissandi hann út.

Morgunblaðið Wíum KLUKKUTINDUR /Guðlaugur í Sjómannagarðinum á Hellissandi.


Á ferðalagi um Snæfellsnes 18. maí 2012 fékk ég upplýsingar um að Klukkutindur væri í malarnámu við Rif.  Ég kíkti á bátinn og verð að segja að það fari ekkert vel um hann þar sem hann er.  Klukkutindur er orðinn fúinn, snúinn og mjög lúinn.  Líklega verður ekkert gert með Klukkutind, ekki miðað við ástand hans.  Til gamans, eða frekar sorglegt, má geta þess að ég greip í járn aftan á bátnum.  Það rifnaði nánast af án átaka, svo fúinn er báturinn orðinn.  Ef þetta sem kemur fram í grein morgunblaðsins er rétt og báturinn fór á safn þá er nokkuð ljóst að menn hafa gefist upp á bátnum, líklega vegna ástands.  Of dýrt yrði að gera hann upp.  Báturinn er ónýtur og þyrfti að smíða hann allan upp að mínu mati, smíða nýjan bát.  Margar fleiri myndir af bátnum í albúmi, smellið á mynd til að skoða þær.


Séður að aftan virðist báturinn nokkuð réttur.  Rif 18. maí 2012


Að framan má sjá hve undin báturinn er.  Rif 18. maí 2012


Klukkutindur.  Rif 18. maí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24