Ég fékk strax viðbrögð við því að hafa ekki sett inn bátamyndir núna síðast. Ég vil hafa smá tilbreytingu í þessu hjá mér. Ég talaði um tréverki. Það var nú bara af því ég fékk flís, sem sagt tréverk:)
Set hér inn myndverk af tréverkum. Sagan um hvern og einn kemur síða en þessar myndir eiga að róa þá sem hafa þessa verki sem áður eru nefndir. Auðvitað er það svo að ef þið vitið eitthvað annað en standur í Íslensk skip, bátar þá endilega látið það koma. Þá má geta þess að þar sem ég er nú mest með trillurnar þá er kanski sá fyrsti full stór fyrir mig.
Álftafell ÁR 100, kanski full stór fyrir mig en..............
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.