Skrapp í Njarðvík s.l. sunnudag, 25. nóvember 2012. Smellti nokkrum myndum af fuglum, tréverki sem kallast bátar og ýmsu fleiru. Á Fitjunum í Njarðvík er mikið fuglalíf og þar er fuglunum gefið brauð. Ég varð vitni af einni gjöf og fannst álftirnar flottar. Var að reyna að ná mynd þegar allir hausar væru uppi, en það gekk illa. Hér eru þó myndir sem sýna þetta.
Þær vilja meira, Njarðvíkurfitjar 25. nóvember 2012
Fáum við ekki meira. Njarðvíkurfitjar 25. nóvember 2012
Allar saman nú, horfa upp. Njarðvíkurfitjar 25. nóvember 2012