Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

17.11.2012 14:38

Súlutindur var annar

5046 Súlutindur SH 79

Smíðaður í Bátasmiðju Breiðarfjarðar í Hafnarfirði árið 1955.  Eik og fura.  3.82 brl. 16 ha. Lister vél. 

Fékk nafnið Súlutindur og var annar í röðinni af svonefndum happdrættisbátum.  Báturinn var dreginn út hjá happdrætti DAS þann 03. mars 1955 og kom á miða númer 5879, vinningshafi og þá fyrsti eigandi Súlutinds var frú Helga Þórarinsdóttir, ekkja að Bræðratungu í Grindavík.  


Á myndinni má sjá frú Helgu Þórarinsdóttur, ásamt Sigurði Þorleifssyni umboðsmanni happdrættisins í Grindavík, taka við bátnum. Mynd: Tíminn 10. mars 1955


Frú Helga ákvað að selja bátinn og nýjir eigendur voru Höskuldur Pálsson og Jón Höskuldsson, Stykkishólmi en þeir eignast bátinn 08. mars 1955.  Þeir selja svo bátinn 21. október 1961 Þórði Hjartarsyni, Hellissandi, Hét Víkingur SH 225.


Þann 21. júní 1963 er Súlutindur auglýstur til sölu.



Ekki veit ég um hvort báturinn var seldur eða hætt við söluna.  Báturinn er seldur 14. desember 1972 Ársæli Jónssyni, Viðvík, Hellissandi, hét Rúna SH 119.  Seldur 25. apríl 1979 Smára J. Lúðvikssyni, Rifi.  Báturinn heitir Kári SH 119 og er skráður á Hellissandi 1997.

Smári er ennþá eigandi Súlutinds og nú stendur báturinn á Hellissandi og búið að smíða sökkul framan við bátinn og setja nafnið Súlutindur þar á.  Bátnum er vel haldið við að mínu mati.



Súlutindur, 18. maí 2012


2. nóvember 1955 mátti lesa í blöðunum grein m.a. í Tímanum.  Fyrirsögnin var: Snarræði bjargaði manni og bát.  Fyrirsögn í öðru blaði var: Bátur frá Stykkishólmi sekkur við Höskuldsey, bátsverjar bjargast nauðuglega á land.

Þarna er sagt frá því þegar mótorbáturinn Súlutindur, 6 smálestir, sem er eign Höskuldar Pálssonar í Stykkishólmi, sökk við Höskuldsey.  Tveir menn voru á bátnum og björguðust þeir nauðunglega.

Súlutindur var á leið í róður og fór frá Stykkishólmi kl. 6 þann 25. október 1955.  Skipverjar voru tveir, Jónas Pálsson og Jón Höskuldsson.  Veður var suðvestan, hægur kaldi en nokkur sjór.  Var báturinn staddur um það bil 20 mínútna keyrslu út af Höskuldsey er þeir félagar urðu varir við leka.  Snéru þeir þá tafarlaust við, en lekinn ágerðist mjög strax eftir að þeir urðu hans varir.

Stefndu þeir félagar að Höskuldsey og skipti engum togum að þar stöðvaðist vél bátsins vegna lekans og slökk Súlutindur þar skammt frá landi.  Björguðust mennirnir nauðuglega á land.

Tókst að ná Súlutindi úr sjó og var komið með hann hingað til Stykkishólms kl. 7 í gærkveldi (25.10.1955).  Ekki er búið að athuga skemmdir bátsins til fulls, en þegar kom í ljós að hann er mikið skemmdur og meðal annars að kjölsíðan er rifin frá kili á stóru svæði.  Þarfnast báturinn mikilla viðgerða.

Súlutindur kom til Stykkishólms s.l. vor og er einn af happdrættisbátum DAS.

 

Í annarri grein kemur fram að þegar Súlutindur var sóttur þá var það báturinn Gísli Gunnarsson, formaður Eggert Björnsson sem sótti hann.  Þegar vélbáturinn var að draga Súlutind út úr vognum munaði minnstu að illa færi.  Slitnaði Súlutindur aftan úr er farið var út úr vognum og var hann í þann veginn að reka upp í brimgarðinn með einn mann innanborðs.  Þá tókst formanni á Gísla Gunnarssyni með snarræði að koma beint á hlið Súlutinds, svo að maðurinn gat stokkið um borð og um leið tókst að slöngva vír í Súlutind o festa og draga bátinn út.  Ef hann hafði farið upp í brimið, hefði hann vafalaust brotnað og líf mannsins verið í bráðri hættu.

 

Í Þjóðviljanum 10. Desember 1955 er grein sem segir frá vélbátnum Guðmundi SH 91 sem strandaði við Andey.  Mönnum var bjargað og ekki vonlaust að báturinn náist út.  Guðmundur SH er 14 lestir að stærð.  Báturinn hafði verið nýkeyptur frá Hellissandi þar sem hann hafði strandað og var framkvæmd á honum viðgerð og var hann í fyrsta róðri eftir viðgerðina þegar hann strandaði.  Kom leki að honum og var þá haldið til lands, en lekinn óx uns vélin stöðvaðist af þeim sökum.  Bátinn rak stjórnlaust upp í Andey.  Vélbáturinn Súlutindur bjargaði áhöfninni, þrem mönnum.

 

Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar bók 3, bls. 177 - Súlutindur SH 79, 5046

Tímarit.is

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24