Nú eru nöfn allra -tindanna komin eins og sjá má hér að neðan. Sigurður Ágúst hjá Happdrætti DAS sendi mér síðustu upplýsingarnar. Þetta eru sem sagt nöfn Happdrættisbátanna svokölluðu. Þá segir Sigurður að það geti verið að það hafi verið smíðaður fleiri bátar sem hafi heitið -tindar.
Hér kemur réttur listi yfir DAS bátana:
Happdrættisár: | Nafn báts: | Flokkur: | Útdráttur þann: | Vinningshafi: |
1954-1955 | Heklutindur | 7. | 8.jan.55 | Árni Eiríksson, Reykjavík |
1954-1955 | Súlutindur | 9. | 3.mar.55 | Helga Þórarinsdóttir, Grindavík? |
1954-1955 | Litlitindur | 10. | 3.apr.55 | Haraldur Sigurðsson, Reykjavík |
1955-1956 | Arnartindur | 2. | 3.jún.55 | Ásgeir Höskuldsson, Mosfellsbæ |
1955-1956 | Kofratindur | 9. | 8.jan.56 | Ólafur Jakobsson, Ísafirði |
1955-1956 | Búlandstindur | 11. | 3.mar.56 | Þorleifur Sigurbrandsson, Reykjavík |
1956-1957 | Hólmatindur | 4. | 3.ágú.56 | Páll Beck, Kópavogur |
1956-1957 | Snætindur | 11. | 3.mar.57 | Jón Sig. Jónsson, Akranesi |
1957-1958 | Keilistindur | 7. | 4.nóv.57 | Óseldur miði |
1957-1958 | Sólartindur | 11. | 3.mar.58 | Kjartan Guðmundsson, Naustavík Árneshreppi, Ströndum |
1958-1959 | Klukkutindur | 1. | 3.maí.58 | Hulda Kristinsdóttir, Reykjavík
|
Í greininni hér að neðan sjást tvö nöfn til viðbótar við þau sem eru hér að ofan, Stjörnutindur og Mánatindur. Þessi nöfn tilheyra ekki DAS bátunum eins og þið getið séð. Gætu samt verið eins bátar.
Grein úr Degi, 23. desember 1994
Meira síðar...................