Ég vil þakka Sigurði Ágústi Sigurðssyni forstjóra Happdrættis DAS fyrir þessar upplýsinagar.
Ég ætla að setja þessar upplýsingar hér inn til gamans. Þetta eru kærkomnar upplýsingar varðandi DAS bátana. Kanski vita menn þetta, kanski ekki!
Á vinningaskrá 1954 til 1955:
8. jan. 1955. "Trillubátur, 28 fet m/Lister díeselvél, 16 ha. og dýptarmæli."
Verðmæti kr. 90.000 ----------------------- Hér er líklega verið að lýsa Heklutind en hann var dreginn út 8. jan. 1955.
Í vinningaskrá 1955 til 1956:
Dráttardagur 3. júní 1955. "Vélbátur, 5-tonn, 30-fet m/Lister díeselvél, 16 ha. og dýptarmæli."
Verðmæti 100.000 kr. ---------------------- Hér er líklega verið að lýsa Arnartindi því hann var dregin út 3. júní 1955.
Í vinningaskrá 1956 til 1957:
Dráttardagur 3. mars 1957. "Vélbátur 4,5 tonn, 29 fet m/Lister díeselvél 16 ha. og dýptarmæli."
Verðmæti 120.000 kr.----------------------- Hér er líklega verið að lýsa Snætindi því hann var dregin út 3. mars 1957.
Hér er listi yfir alla DAS bátana, nöfn þeirra, hvenær dregnir út og fyrstu eigendur. Tveir bátar óþekktir. Kanski einhver þarna úti átti sig á hvaða bátar þetta geti verið sem eru óþekktir? Sólartindur er einn sem ekki er á listanum og gæti verið einn þessara sem vantar á listann en hver er sá síðasti?
Endilega komið þeim upplýsingum á framfæri.
Happdrættisár: |
Nafn báts: |
Flokkur: |
Útdráttur þann: |
Vinningshafi: |
1954-1955
|
Heklutindur |
7. |
8.jan.55 |
Árni Eiríksson, Reykjavík |
1954-1955
|
Súlutindur |
9. |
3.mar.55 |
Helga Þórarinsdóttir,
Grindavík? |
1954-1955
|
Litlitindur |
10. |
3.apr.55 |
Haraldur Sigurðsson,
Reykjavík |
1955-1956
|
Arnartindur |
2. |
3.jún.55 |
Ásgeir Höskuldsson,
Mosfellsbæ |
1955-1956
|
Kofratindur |
9. |
8.jan.56 |
Ólafur Jakobsson,
Ísafirði |
1955-1956
|
Búlandstindur |
11. |
3.mar.56 |
Þorleifur
Sigurbrandsson, Reykjavík |
1956-1957
|
Hólmatindur |
4. |
3.ágú.56 |
Páll Beck, Kópavogur |
1956-1957
|
Snætindur |
11. |
3.mar.57 |
Jón Sig. Jónsson,
Akranesi |
1957-1958
|
Keilistindur |
7. |
4.nóv.57 |
Óseldur miði |
1957-1958
|
Sólartindur |
11. |
3.mar.58 |
Kjartan Guðmundsson, Naustavík Árneshreppi, Ströndum |
1958-1959
|
Klukkutindur |
1. |
3.maí.58 |
Hulda Kristinsdóttir,
Reykjavík |
Fékk upplýsingar um Sólartind. Hann var töluvert lengi á Ströndum. Kjartan fékk bátinn í vinning en kom ekki með hann á Strandir fyrr en um vorið.
Síðasta nafnið sem vantaði var Keilistindur. Hann var dregin út 4. nóvember 1957 en kom á óseldan miða. Meira síðar..........................
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég fékk sendar frá Happdrætti DAS og leyfi mér því að setja þær hér inn.

Klukkutindur og vinningshafinn Hulda Kristinsdóttir, Reykjavík.

Hulda Kristinsdóttir og Klukkutindur. Þessi mynd var í afmælisriti DAS.

Arnartindur. Vinningshafi Ásgeir Höskuldsson nemi í verkfræði seldi bátinn til að fjármagna nám sitt erlendis. Á myndinni eru: Höskuldur Ágústsson, Ásgerður Höskuldsdóttir og Auðunn Hermannsson forstjóri.

Ásgerður Höskuldsdóttir við Arnartind.

Búlandstindur og vinningshafi, Þorleifur Sigurbrandsson.

Heklutindur í Aðalstræti.

Ekki leynir sér að þarna er Heklutindur í baksýn en á þessari mynd er verið að afhenda Bel Air bílinn.

Litlitindur og Haraldur Sigurðsson, vinningshafi.

Heklutindur á leið til Grindavíkur.

Hólmatindur á Grenivík. Þessi mynd var með grein í Brimfaxa, sjá hér http://brimfaxi.goggur.is/brimfaxi/1.tbl.2010.pdf í þessari grein er m.a. mynd frá mér og hluti af sögu Fleygs ÞH sem var forveri DAS bátanna.

Sæbjörg. Úr myndasafni DAS, ekki vitað hvort var vinningur.