Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.09.2012 23:26

Hollywood í Stykkishólmi

Stykkishólmur á Íslandi, Grænlandi og kanski víðar.  Eins og þið vitið öll þá var sett upp leikmynd fyrir mynd sem heitir Secret life of Walter Mittey, eða eitthvað í þá áttina.  Aðalleikari myndarinnar er Ben Stiller og má því reikna með að um n.k. grínmynd sé að ræða.  Ég átti leið um þegar verið var að setja upp leikmyndina.  Það var verulega gaman að sjá hvernig þetta allt var gert.  Ég smellti slatta af myndum af þessari leikmynd og þið getir séð hana með því að smella á fyrstu myndina.  Nú hefur Ben Stiller lokið myndatökum í Stykkishólmi og ætli þeir hefjist þá ekki handa við að rífa niður leikmyndina.


Skotið milli gamla Apoteksins og Ráðhússins, 16. september 2012


Verksmiðja á Grænlandi eða Sjávarborg í Stykkishólmi, 15. september 2012


Hluti af svæðinu sem notað verður í myndinni, 16. september 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 5796
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 764781
Samtals gestir: 54761
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 19:14:44