Stykkishólmur á Íslandi, Grænlandi og kanski víðar. Eins og þið vitið öll þá var sett upp leikmynd fyrir mynd sem heitir Secret life of Walter Mittey, eða eitthvað í þá áttina. Aðalleikari myndarinnar er Ben Stiller og má því reikna með að um n.k. grínmynd sé að ræða. Ég átti leið um þegar verið var að setja upp leikmyndina. Það var verulega gaman að sjá hvernig þetta allt var gert. Ég smellti slatta af myndum af þessari leikmynd og þið getir séð hana með því að smella á fyrstu myndina. Nú hefur Ben Stiller lokið myndatökum í Stykkishólmi og ætli þeir hefjist þá ekki handa við að rífa niður leikmyndina.
Skotið milli gamla Apoteksins og Ráðhússins, 16. september 2012
Verksmiðja á Grænlandi eða Sjávarborg í Stykkishólmi, 15. september 2012
Hluti af svæðinu sem notað verður í myndinni, 16. september 2012