Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.08.2012 08:37

Danskir dagar 2012

Við kíktum á Danska daga í Stykkishólmi um daginn og höfðum gaman af.  Við höfðum eftirlit með þremur unglingum...............og ég meina unglingum.  Nei, þau voru góð og fóru alveg eftir því sem sagt var við þau:)

Mér fannst þessir Dönsku dagar hafa tekist mjög vel.  Ekki of mikill fólksfjöldi.  Veðrið var gott.  Allir virtust skemmta sér sem voru þarna.  Bryggjuballið tókst vel en Vinir vors og blóma spiluðu.  Brekkusöngur og var mikill fjöldi fólks þar og höfðu gaman.  Páll Óskar tróð upp um daginn og mætti svo aftur aðeins um kvöldið rétt til að minna á ballið um kvöldið sem mér skilst að hafi verið vel sótt. 

Setti inn slatta af myndum sem ég tók frá þessum dögum.  Vona að þið hafið gaman af.

Skreytt fyrir Danska daga, 17. ágúst 2012


Unglingarnir í stuði, Elín Hanna, Bjarni og Þorbjörg, 17. ágúst 2012


Ungir söngvarar stigu á stokk á Sundabakka, 17. ágúst 2012


Konan steig á svið og söng Dúrí, dúri ásamt fleirum, 17. ágúst 2012


Vinir vors og blóma spiluðu á bryggjuballinu, 18. ágúst 2012


Páll Óskar steig á svið, 18. ágúst 2012


Frá brekkusöngnum, 18. ágúst 2012


Úr brekkunni, 18. ágúst 2012


Unglingarnir enn í miklu stuði, 18. ágúst 2012


Flugeldasýning, 19. ágúst 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 5796
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 764781
Samtals gestir: 54761
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 19:14:44