Þessi fallegi Volvo B18 var í Stykkishólmi á Dönskum Dögum. Ég stóðst ekki mátið að smella af myndum af þessum bíl. Fallegt eintak og vel með farinn.
Volvo Amazon B18. Árgerð: 1966. Skráningarnúmer P91. Vélargerð: Bensín. Afköst 55,1 kW. Virðist fyrst skráður hér á landi 06.07.1976.
Nokkrir eigendur hafa verið að bifreiðinni og ekki ástæða til að telja þá upp hér. Núverandi eigandi er Gunnar Hinriksson, Stykkishólmi.
Bifreiðin var tekin af skrá 1993 og endurskráð 1998. Upphaflega var bifreiðin hvít en eftir breytingar var hún skráð rauð.
Flott eintak af Amazon.
Volvo B18, Stykkishólmur 16. ágúst 2012
Volvo B18, Stykkishólmur 16. ágúst 2012