Hér er mynd sem ég sá hjá tengdaforeldrum mínum og ég myndaði. Þarna sjáum við Sæbjörgu og er hún í Magnúsarbúðarvör í Bjarneyjum. Um borð eru bræðurnir, Jóhann Steinþórsson við stýrið og Einar Steinþórsson sitjandi (tengdapabbi minn). Eigandi Sæbjargar var Steinþór Einarsson, faðir þeirra bræðra. Vélin í bátnum var 7 ha. Scandia vél, glóðarhaus.
Steinþór mun hafa eignast bátinn og átt á tímabilinu frá 1940-1945. En Steinþór flutti í Flatey árið 1945 og fljótlega þá seldi hann Sæbjörgu. Þá var Steinþór kominn með hugann við að smíða sér trillu, sem hann gerði. Sú trilla hét Þráinn en heitir Búlki í dag og er í eigu Hafstein í Flatey. Hægt að sjá upplýsingar um Þráinn/Búlka hér á síðunni.
Sæbjörg var seld suður yfir Breiðafjörð, gæti hafa farið í Hrafnsey.
Upplýsingar
Einar Steinþórsson, sá sem situr í bátnum á myndinni.

Sæbjörg í Magnúsarbúðarvör við Bjarneyjar á Breiðafirði