Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.08.2012 15:18

Sæbjörg

Hér er mynd sem ég sá hjá tengdaforeldrum mínum og ég myndaði.  Þarna sjáum við Sæbjörgu og er hún í Magnúsarbúðarvör í Bjarneyjum.  Um borð eru bræðurnir, Jóhann Steinþórsson við stýrið og Einar Steinþórsson sitjandi (tengdapabbi minn).  Eigandi Sæbjargar var Steinþór Einarsson, faðir þeirra bræðra.  Vélin í bátnum var 7 ha. Scandia vél, glóðarhaus.

Steinþór mun hafa eignast bátinn og átt á tímabilinu frá 1940-1945. En Steinþór flutti í Flatey árið 1945 og fljótlega þá seldi hann Sæbjörgu.  Þá var Steinþór kominn með hugann við að smíða sér trillu, sem hann gerði.  Sú trilla hét Þráinn en heitir Búlki í dag og er í eigu Hafstein í Flatey.  Hægt að sjá upplýsingar um Þráinn/Búlka hér á síðunni.
Sæbjörg var seld suður yfir Breiðafjörð, gæti hafa farið í Hrafnsey.

Upplýsingar
Einar Steinþórsson, sá sem situr í bátnum á myndinni.


Sæbjörg í Magnúsarbúðarvör við Bjarneyjar á Breiðafirði

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6016
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765001
Samtals gestir: 54765
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 19:36:14