Þann 28. júlí s.l. þá var ég í sumarbústað nálægt Grundarfirði. Við bústaðinn er vatn og margir lómar eru þar, ég taldi 25 en ég var búinn að heyra töluna 27. Að morgni 28. júlí vaknaði ég snemma og hlustaði á lómana. Ég fylgdist með þeim og fór svo út og lagðist á vatnsbakkann og myndaði þá. Þarna var par með einn unga og voru þau frekar gæf. Ég lá þarna í tvær klukkustundir og myndaði þá. Þessar tvær klst. voru mjög fljótar að líða og kubburinn í myndavélinni minni fékk að finna fyrir því. Mikill fjöldi mynda tekinn. Fleiri myndir í albúmi, smellið á mynd.
Lómur með unga, 28. júlí 2012
Báðir foreldrar með ungann sinn, svona gerir þú, 28. júlí 2012
Vælandi lómur, 28. júlí 2012