Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.08.2012 02:24

Lómur

Þann 28. júlí s.l. þá var ég í sumarbústað nálægt Grundarfirði. Við bústaðinn er vatn og margir lómar eru þar, ég taldi 25 en ég var búinn að heyra töluna 27.  Að morgni 28. júlí vaknaði ég snemma og hlustaði á lómana.  Ég fylgdist með þeim og fór svo út og lagðist á vatnsbakkann og myndaði þá.  Þarna var par með einn unga og voru þau frekar gæf.  Ég lá þarna í tvær klukkustundir og myndaði þá.  Þessar tvær klst. voru mjög fljótar að líða og kubburinn í myndavélinni minni fékk að finna fyrir því.  Mikill fjöldi mynda tekinn.  Fleiri myndir í albúmi, smellið á mynd.


Lómur með unga, 28. júlí 2012


Báðir foreldrar með ungann sinn, svona gerir þú, 28. júlí 2012


Vælandi lómur, 28. júlí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 5796
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 764781
Samtals gestir: 54761
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 19:14:44