Þann 26. júlí 2012 gerðist sá fáheyrði atburður að bifreið var flutt út í Flatey á Breiðafirði. Þar eru nokkur faratæki svo það er ekki merkilegt í sjálfu sér en það að bíllinn tilheyrði Bræðraminni. Einar Steinþórsson tengdafaðir minn ákvað að þegar hann fór úr í Flatey að taka bifreiðina sína með sér. Bifreiðin var hífð um borð þann 26. júlí 2012 og fór aftur í land þann 02. ágúst 2012. Þá kom í ljós að Einar hefur aldrei keyrt bíl í Flatey fyrr en núna. Eins og ég sagði, merkisatburður á margan hátt.
Sjálfrennireiðin hífð um borð í Baldur 26. júlí 2012
Verið að koma honum fyrir um borð 26. júlí 2012
Einar keyrir bílinn og leggur honum við Bræðraminni 31. júlí 2012