Fjölskyldan fór í smá ferðalag og höfðum einn gest með okkur, Bjarni fékk lítið að vita hvað væri framundan en hann átti samt að hitta útilegumanninn Sæmund, mjög vel menntaðan mann sem segði fátt. Ef hann fengist til að tala gæti hann sagt frá mörgu skemmtilegu.
Elin Hanna, Sæmudnur og Bjarni.
Þegar Bjarni hitti Sæmund var honum gerð grein fyrir að þetta væri skýringin á því hve fámáll Sæmundur væri og þá hefði hann verið búinn til í Sæmundarskóla og því sprenglærður.
Næsti viðkomustaður var við Kleifarvatn.
Elín Hanna og Bjarni skoða myndir og fleira á veggjum hellisins.
Nóg er af hellum við Kleifarvatn. Sá stærsti þeirra, að ég held, hefur verið notaður í veislum o.fl. en hlóðir eru þar inni. Fólk hefur svo rist nöfn sín á veggi hellisins og jafnvel gert andlit. En hellisveggirnir eru úr sandsteini.
Næsti viðkomustaður var Seltún. Litir, hverir, ferðamenn og fýla (segir Elína Hanna) af hverunum.
Mæðgur sitja og virða fyrir sér fegurð litanna..............
............meðan Bjarni skoðaði þetta betur.
Eftir Seltún var farið í Herdísarvík. Þar fóru fram rannsóknir sem Bjarni og Elín Hanna tóku virkan þátt í.
Dýptarmælingar á GB Túttunni.
Bjarna vildi halda á krabba, en var ekki alveg sama í fyrstu
Þakka þér fyrir skemmtilega ferð Bjarni og vonandi getum við endurtekið eitthvað í líkingu við þetta síðar í sumar. Fleiri myndir má sjá með því að smella á efstu myndina.