Rannsóknir við Herdísarvík fóru fram í dag, 15. júlí 2012. Þær hafa staðið yfir lengur en ég var staddur á staðnum núna með myndavélina. Ég lánaði tvo í áhöfnina, Bjarna og Elínu Hönnu. Capitan Joe David stjórnaði rannsókninni. Dýptarmælingar fara fram og má geta þess að á sumum stöðum er allt að 7 metra dýpi þar sem mest er. Rannsóknir sem farið hafa þarna fram hafa sýnt fram á að í víkinni lifir m.a. koli þó enginn hafi verið veiddur í þassum rannsóknarleiðangri en búið var að finna þetta út og þurfti því ekki að skoða það nánar. Bogkrabbar virðast lifa góðu lífi. Þá er talsvert fuglalíf í kringum víkina m.a. tjaldar, stelkar, tildrur, æður, álftir, kríur, silfurmáfar, fýlar, þúfutittlingar o.fl. Þá sækja selir inn í víkina. Einn kíkti í heimsókn á meðan á rannsókninni stóð og sá ég hann ná sér í fisk og éta hann, náði því miður ekki myndum af því. Rannsóknunum verður gerð betri skil síðar.
Rannsóknarskipið GB Túttan leggur frá landi. Herdísarvík 15. júlí 2012
Dýptarmælingar, 15. júlí 2012
Rífandi gangur í Túttunni, 15. júlí 2012
Krabbar í gildrunni, 15. júlí 2012
Capitan Joe David kíkir á aflann, 15. júlí 2012
Kíkti á rannsóknarmenn en forðaði sér þegar hann sá aðfarirnar, 15. júlí 2012