Ég má ti að setja þessar þrjár myndir inn þó þær séu ekki í fókus. Þær sýna hins vegar hvað getur gerst sé maður of nálægt, eða þannig. Þann 21. júní var ég staddur úti í Flatey á Breiðafirði eins og svo oft áður. Ég ákvað að prófa að ergja kríurnar svolítið. Þetta var hluti af því sem gerðist.



Eftir þessa "sprengjuárás" þurfti að fara að þrífa föt og græjur. Þrátt fyrir þetta þá sakna ég þess að hafa ekki fengið gat á hausinn en ég get bætt úr því síðar því ég á eftir að fara aftur í Flatey. Þá verður líklega gerð önnur sjálfpíningarskoðun á kríunni. Venjulega fæ ég nokkur göt á hausinn í svona ferðum og kem stundum blóðidrifin í Bræðraminni. En ég er sáttur við það ef ég næ einhverjum þokkalegum myndum.