5467 Vera Rut ex Fáfnir ÞH 79
Smíðaður af Sigurgeir Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyr árið 1961. Fura og eik. 4,26 brl. Frambyggður súðbyrðingur. 33 ha. Sabb vél.
Smíðaður fyrir Helga F. Magnússon og Ingvar Ingvarsson, Þórshöfn, þeir fengu bátinn 11. mars 1961 og áttu bátinn í eitt ár. Þeir seldu bátinn 16. ágúst Haraldi Magnússyni Þórshöfn. Seldur 20. maí 1964 Gunnari Guðmundssyni, Þórshöfn. Seldur 26. mars 1984 Steinunni Björgu Björnsdóttur, Þórshöfn, hét hann Sveinbjörn ÞH 79, Þórshöfn. Seldur 28. mars 1990 Halldóri Karel Jakobssyni, Þórshöfn, hét Silla Halldórs ÞH 79, Þórshöfn; frá 2001 Silla Halldórs ÞH 179, Þórshöfn og á sama ári Vera RE 113 Reykjavík.
Frá og með árinu 2001 hét báturinn Vera Rut SH 193, Ólafsvík en 30. desember 2010 var hann strikaður af skipaskrá samkvæmt 15. grein laga nr. 1. 115 árið 1985.
Þann 18. maí 2012 rakst ég á bátinn í gryfju við Rif á Snæfellsnesi. Held að það þurfi ekki mikinn speking til að sjá að þessi bátur er ónýtur. Tel betra að rífa hann og grafa heldur en láta hann grotna niður eins og hann gerir núna.
Upplýsingar:
íslensk skip, bátar, bók 4, bls. 121, Fáfnir ÞH 79.
www.aba.is http://aba.is/?modID=1&id=44&vId=75
Vera Rut SH, 18. maí 2012
SABB vélin er enn til staðar, 18. maí 2012