Hér á undan setti ég inn myndir af þremur bátum, Karli Þór SH, Díönu prinsessu og Öldu SH. Allir eru þessir bátar uppi á landi og hafa verið þar í nokkur ár. Nú velti ég því fyrir mér hvort þeir eigi nokkur tíma eftir að fara á sjóinn aftur. Mín skoðun er að eigi þeir einhver tíma eftir að fara á flot þá þarf það að gerast fljótlega, ekki eftir 1-2 ár heldur á þessu ári. En hvað veit ég svosem?
Ég get þó haft skoðun á því að mér finnist þetta vera synd og skömm.
Á myndunum hér að neðan eru tveir bátar, annar gróinn og hinn gamalgróinn..................fiskibátur. Hvort viljum við sjá?

Gamall björgunarbátur eða eitthvað í þá áttina.

Hanna ST 49, elsti bátur með veiðiheimild, nýuppgerður og enn í notkun.