5868 Díana prinsessa SH 696 ex Mardís ÞH 151
Smíðaður á Akureyri 1977. Eik og fura. 3.51 brl. 44 ha. Lister vél.
Eigandi Árni Sigurðsson Húsavík frá 27. október 1977. Frá 16. febrúar 1983 hét báturinn Stefán ÞH 136, sami eigandi. Báturinn var seldur 25. apríl 1983 Sæmundi Ólasyni, Hafnarfirði, hét Kristján EA 104, skáður í Grímsey, hét Díana EA 104. Frá 24. september 1991 er skráður eigandi bátsins Sigurbjörg sf. Grund, Grímsey, sama nafn og númer. Seldur 5. maí 1995 Stykki hf. Stykkishólmi. Báturinn heitir Díana prinsessa SH 696 og er skráður í Stykkishólmi 1997.
Í upphafi var báturinn afturbyggður en í dag er hann frambyggður.
Í dag stendur þessi bátur uppi á landi við Skipavík í Stykkishólmi og spurning hvort dagar hans séu taldir, fari aldrei aftur á sjóinn.
Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, bók 4, bls. 145. - Mardís ÞH 151
5868 Díana prinsessa SH 696, Stykkishólmur 07. apríl 2012