Kíkti eftir fuglum við Bakkatjörn í gærkveldi (25.apríl 2012). Sólin var á hraðri niðurleið en ég smelldi nokkrum myndum. Tók nokkrar myndir sem ég taldi mig vera þokkalega sáttan við en ég er enn að reyna að ná tökum á tvöfaldaranum og myndirnar því ekki alltaf 100% í fókus en ég held að þessar sleppi svona 75%. Hér eru nokkrar myndir.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.