Hef alltaf gaman af að mynda þessa sem eru að stunda eitthvert sjósportið. Ég rakst á tvo sem voru við Hlíðsnesið með drekana sína. Þetta voru Hjörtur og Geir en ég hef nokkrum sinnum rekist á þá áður. Auðvitað var ekki annað hægt en að taka nokkrar myndir af þeim. Hér eru nokkrar myndir og svo er mikið fleiri í albúmi. Smellið á mynd og þá sjáiði allar myndirnar.
Geir á fullri ferð, 15. apríl 2012
Hjörtur á flugi, 15. apríl 2012
Geir og drekinn, 15. apríl 2012
Hjörtur og drekinn, 15. apríl 2012