Hrísey SH 148 ex Litli Vinur SH 194
Smíðaður í Stykkishólmi 1976. Eik og fura. 2,7 brl. 10 ha. SABB vél. Hét Litli Vinur SH 194. Eigandi Aðalsteinn Sigurðsson, Stykkishólmi frá 8. september 1976. Aðalsteinn seldi bátinn 25. október 1976 sigurði Sörenssyni, Stykkishólmi, hét Litli Vinur SH 49. Seldur 1. júlí 1981 Kristjáni Sæmundssyni, Teigi, Hvammssveit, hét Litli Vinur SH 6. Seldur 1. mars 1983 Sigurði Sörenssyni Stykkishólmi. Seldur 14. apríl 1987 Jóni Guðmundssyni, Stykkishólmi. Báturinn heitir Hrísey SH 148 og er skráður í Stykkishólmi 1997.
07. apríl 2012 er báturinn í malargryfju í Grundarfirði og farinn að láta nokkuð á sjá. Verður líkast til aldrei neitt meira úr honum en ég hef svo sem ekkert vita á þessu en þetta er mitt "faglega álit" þó það sé ekkert. Það væri mikil synd ef þetta er rétt hjá mér.
Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, hefti 3 bls. 162, Litli Vinur SH 194 5738.
5738 Hrísey SH 148. Grundarfjörður 07. apríl 2012